Mannlaust íslenskt skip dregið til Færeyja
Færeyska varðskipið Brymil dró mannlaust íslenskt skip til hafnar í Færeyjum. Verið var að draga íslenska skipið, sem heitir Valur GK 6, til Esbjerg í Danmörku þangað sem það hafði verið selt í brotajárn en það slitnaði aftan úr dráttarskipinu í vondu veðri á föstudag.
Brymil kom að skipinu á laugadag og hóf að draga það til Færeyja aðfaranótt sunnudags. Skipin komu til Færeyja í gærmorgun. Morgunblaðið greindi frá þessu.
Valur GK 6 brann í Sandgerðishöfn í febrúar og er talinn ónýtur. Skipið er 169 brúttólesta stálbátur með tveimur þilförum, smíðaður árið 1963.
Myndin: Frá slökkvistarfi í Vali GK í Sandgerðishöfn í vetur. VF-mynd: Hilmar Bragi
Brymil kom að skipinu á laugadag og hóf að draga það til Færeyja aðfaranótt sunnudags. Skipin komu til Færeyja í gærmorgun. Morgunblaðið greindi frá þessu.
Valur GK 6 brann í Sandgerðishöfn í febrúar og er talinn ónýtur. Skipið er 169 brúttólesta stálbátur með tveimur þilförum, smíðaður árið 1963.
Myndin: Frá slökkvistarfi í Vali GK í Sandgerðishöfn í vetur. VF-mynd: Hilmar Bragi