Mannlausir skemmtistaðir í Reykjanesbæ
Mjög fáir voru á skemmtistöðum Reykjanesbæjar síðustu nótt og lokuðu margir skemmtistaðir fyrr en venjulega. Tíðindalaust var einnig hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Ástæðuna má jafnvel rekja til þess að mikið er um að vera í menningar- og næturlífi Reykjavíkur þessa helgi, auk bæjarhátíða úti á landi og því spurning hvort Suðurnesjamenn hafi farið þangað, frekar en í miðbæ Keflavíkur.
Ástæðuna má jafnvel rekja til þess að mikið er um að vera í menningar- og næturlífi Reykjavíkur þessa helgi, auk bæjarhátíða úti á landi og því spurning hvort Suðurnesjamenn hafi farið þangað, frekar en í miðbæ Keflavíkur.