Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mannlaus vörubifreið olli skemmdum
Mánudagur 23. maí 2005 kl. 09:17

Mannlaus vörubifreið olli skemmdum

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi og tveir á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 124 km hraða.

Rétt eftir klukkan 19:00 í gær var tilkynnt til lögreglunnar að mannlaus vörubifreið hafi runnið af stað á Holtsgötu í Njarðvík og lent á tveimur mannlausum fólksbifreiðum og skemmt þær.

Þá voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum, sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar á réttum tíma.

Fyrir miðnætti var ökumaður kærður fyrir að stöðva ekki á stöðvunarskyldu, er hann ók Stekk og út á Reykjanesbraut.

VF-mynd úr safni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024