Manni kastað fram af svölum: Vitni óskast
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum að alvarlegri líkamsárás sem átti sér stað um klukkan 06:00 á nýársnótt í Vogum en þar var manni kastað fram af svölum á 2. hæð.
Meiðslin sem maðurinn hlaut við þessa árás eru mjög alvarleg og skiptir það lögreglu miklu máli að allir sem einhverjar upplýsingar hafa um þetta mál komi þeim upplýsingum til lögreglu í síma 420-1700.