Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Manngildissjóður úthlutar 50 milljónum króna 2009
Fimmtudagur 28. maí 2009 kl. 12:27

Manngildissjóður úthlutar 50 milljónum króna 2009

- Stærsti einstaki stuðningsaðili íþrótta-, menningar-, forvarnar-, umhverfis-, fræðslu- og tómstundarmála á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjórn Manngildissjóðs Reykjanesbæjar ákvað fyrr í þessum mánuði að úthluta samtals 50 milljónum króna úr sjóðnum á þessu ári til eflingar manngildismála í bæjarfélaginu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 og er vöxtum af höfuðstól sjóðsins úthlutað árlega til ýmissa verkefna og samtaka sem öll eiga það sameiginlegt að bæta og auðga mannlífið í Reykjanesbæ.  

Skipting þessara 50 milljóna er þannig að þessu sinni :
Til íþróttamála     19,5    milljónir
Til þróunarmála skóla    10     milljónir
Til menningarmála    8    milljónir
Til tómstundarmála    6    milljónir
Til forvarnarverkefna    5    milljónir
Til umhverfisverkefna    1,5    milljónir  

Nánari útfærsla og ákvörðun um upphæðir er ákveðin af fagnefndum bæjarins sem fara með stjórn viðkomandi málaflokka. Er gerð grein fyrir einstökum upphæðum og verkefnum í meðfylgjandi greinagerð.  

Í dag er gengið frá samningum og afhentir styrkir sem nemur kr. 38.850.000.- en rúmlega 11 milljónum króna er úthlutað til einstaklinga og samtaka eftir því sem líður á árið og að hluta til eftir árangri, m.a. á sviði íþrótta.



Forvarnarsjóður - Fjölskyldusvið

Forvarnarsjóður Reykjanesbæjar er einn af undirsjóðum Manngildissjóðs Reykjanesbæjar. Markmið forvarnarsjóðs er að styðja og styrkja forvarnarstarf í Reykjanesbæ, aðstoða við framkvæmd forvarnarverkefna og veita styrki til rannsóknarverkefna á sviði fjölskyldu-og félagsmála. Er hér átt við verkefni sem snúa að forvörnum í víðum skilningi og eru í samræmi við Framtíðarsýn Reykjanesbæjar, stefnu og framkvæmd hverju sinni

Lundur forvarnarverkefni kr. 700.000.-
Móttakandi:    Erlingur Jónsson
Markmið verkefnisins er að bjóða upp á eftirfylgd og stuðning hér á Suðurnesjum, að lokinni meðferð vegna áfengi – eða fíkniefnavanda, en einnig að hlúa að og aðstoða foreldra sem eiga börn eða aðra aðstandendur í vímuefnaneyslu.

FJÖR OG FÆRNI kr. 700.000.-
Mótttakandi:    María Gunnarsdóttir
Markmið verkefnisins er að bæta líðan drengja á aldrinum 11 – 14 ára með því að efla
tilfinningastjórn þeirra, félagsfærni og samskiptifærni.

ÁBYRGÐ ÖLLUM Í HAG kr. 570.000.-
 Móttakandi:    Skúli Jónsson, f.h.lögreglunnar á Suðurnesjum
Tímamótasamkomulag var gert milli bæjaryfirvalda, lögreglu og veitingamanna í Reykjanesbær þann 29. maí 2007 um nýjar leiðir í vörnum gegn ofbeldi og fíkniefnanotkun í bæjarfélaginu. Styrkurinn nýtist til að framfylgja ákvæðum samkomulagsins um námskeiðahald fyrir dyraverði á vegum Lýðheilsustöðvar, merkingu dyravarða og þrifum á myndavélum til eftirlits í nágrenni skemmtistaða á Hafnargötunni.

BAKLANDIÐ kr. 500.000.-
 Móttakandi:    Arndís Hálfdánardóttir
Baklandið er sértækt „eftir-skóla“ úrræði eða athvarf fyrir börn og unglinga sem njóta stuðnings og þjónustu barnaverndar Reykjanesbæjar. Baklandið er hugsað sem stuðningsúrræði fyrir börn sem alast upp við erfiðar aðstæður og félagsleg vandamál.

SAMTAKA – HÓPURINN kr. 500.000.-
 Móttakandi:    Hafþór B. Birgisson,
Markmið hópsins er að hafa yfirsýn yfir þau meðferðarúrræði sem til staðar eru fyrir börn og unglinga á hverjum tíma.  Úthlutun úr Forvarnarsjóði Reykjanesbæjar er til þess fallin að styðja við þróunarstarf Samtakahópsins.

MORGUNHANINN kr. 500.000.-
Móttakandi:    Elín Thelma Róbertsdóttir,
Verkefnið Morgunhaninn er fyrir börn í 6. – 10. bekk grunnskóla sem mæta illa í skólann og felst verkefnið í því að efla skólasókn barnanna. Stefnt er að því að verkefnið fari af stað strax á haustönn 2009.

HEILSU- OG FORVARNARVIKA í Reykjanesbæ kr. 300.000.-
Móttakandi: Guðrún Þorsteinsdóttir,
Um er að ræða samstarfsverkefni stofnana Reykjanesbæjar, ríkisrekinna stofnanna,
frjálsra félagasamtaka og einkaaðila í  að gera heilsu og forvörnum hátt undir höfði.

HUGSAÐ UM BARN kr. 300.000.-
Móttakandi:    Ólafur Grétar Gunnarsson ÓB-ráðgjöf
Markmið verkefnisins er að vekja unglinga til umhugsunar um afleiðingar kynlífs og leitast við að hafa áhrif á að unglinga byrji að stunda kynlíf eldri en nú er og af meiri ábyrgð.

UNGT FÓLK kr. 330.000.-
Móttakandi:    Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur
Í framtíðarsýn Reykjanesbæjar er lögð áhersla á að skapa einstaklingum umhverfi sem styður við andlega, líkamlega og félagslega velferð. Til að geta unnið að þessum markmiðum hefur Reykjanesbær lagt áherslu á að meta aðstæður hverju sinni og er ein leiðin í þessu mati er nýta sér niðurstöður þeirra kannana og rannsókna sem gerðar eru  og geta stutt við frekari forvarnarvinnu í sveitarfélaginu.

Öryggisnefnd Ljósanætur kr. 150.000.-
 Móttakandi: Kristján Freyr Geirsson forvarnarfulltrúi Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Meðal verkefna öryggisnefndar Ljósanætur er að tryggja aðbúnað þeirra barna sem verða
viðskila við foreldra sína eða af einhverjum orsökum eru úti eftir leyfilegum útivistartíma
líkur  eða eru í annarlegu ástandi vegna áfengis-og/eða vímuefnaneyslu.

DAGUR UM MÁLEFNI FJÖLSKYLDUNNAR kr. 100.000.-
Móttakandi:    Elfa Hrund Guttormsdóttir, félagsráðgjafi.
Markmiðið með deginum er að vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar á líðandi stundu, tengslum atvinnulífs og fjölskyldulífs og mikilvægi þess að huga vel að jafnvægi milli þessara þátta.  

ÁFRAM ÁBYRG kr. 100.000.-
Móttakandi:    Sr. Skúli Ólafsson Keflavíkurkirkju
Verkefnið hefur verið í þróun frá árinu 2007 þegar farið var af stað með ráðstefnuna Áfram ábyrg í samstarfi Keflavíkurkirkju, Kjalarnessprófastdæmis og fjölskyldu-og félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Boðið verður upp á námskeið fyrir börn foreldra sem hafa skilið eða slitið sambúð.  Verkefnið er unnið í samstarfi Keflavíkurkirkju og fjölskyldu-og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.

AÐGERÐAÁÆTLUN Í FÍKNIVÖRNUM kr. 100.000.-
Móttakandi:    Hera Ósk Einarsdóttir
Aðgerðaráætlun í fíknivörnum er eitt af þeim tækjum sem ætlunin er að nota í baráttunni gegn fíkniefnanotkun með því að efla fræðslu til forelda og færa ungu fólki aukinn styrk, þekkingu og sjálfstæði til þess að hafna fíkniefnum. Einnig er áhersla lögð á aukið samstarf við lögreglu um hertar aðgerðir gegn þeim sem selja fíkniefni.

ÞÚ GETUR! Forvarnar-og fræðslusjóður kr. 90.000.-
Móttakandi:  Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir
Markmiðið er að styrkja til náms þá sem hafa átt við geðræn veikindi að stríða, efla
nýsköpun og bæta geðheilbrigðisþjónustu, efla fræðslu og forvarnir og standa að
aðgerðum sem draga úr fordómum í samfélaginu.

SAMAN – HÓPURINN kr. 50.000.-
Móttakandi:    Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
Markmiðið með starfi hópsins er að styðja og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu, einkum í tengslum við tímabil og atburði þar sem líklegt er að aukning verði á neyslu vímuefna meðal unglinga.

Svavar Sigurðsson kr. 10.000.-
Vegna verkefnisins „Þjóðarátak gegn fíkn“

Alls bárust forvarnarsjóði 22 umsóknir. Úthlutað er til 15 umsækjenda, samtals kr: 5.000.000,-

Skólaþróunarsjóður - Fræðslusvið

Skólaþróunarsjóður fékk 10 milljónir til úthlutunar úr manngildissjóði að þessu sinni.  Alls bárust 26 umsóknir um fjármuni úr sjóðnum, þar af eru tvö verkefni sem Fræðsluráð hefur haft á sinni könnu árlega sem taka til sín hluta af þessari upphæð , annars vegar samningur við FFGÍR um rekstrarstyrk til starfseminnar og hins vegar hvatningaverðlaun fræðsluráðs sem afhent verða 11. Júní nk.
Umsóknirnar bera vott um mikla grósku í skólaumbótum hér í bæ.

Útikennslusvæði í Innri Njarðvík kr. 1.700.000.-
Verkefnið er samstarfsverkefni Akurskóla og Leikskólanna Holts og Akurs um uppbyggingu útikennslusvæðis í Kópu. Svæðið verður aðgengilegt og nýtanlegt á umhverfisvænan hátt og er unnið í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið bæjarins. Verkefnið hlýtur 1,5 milljónir í skólaþróunarsjóði auk 200 þúsund kr. styrks úr umhverfissjóði USK.

Auðgun stærðfræðikennslu hvort sem er í manngerðu umhverfi eða náttúru kr. 200.000.- Hér er um að ræða innleiðingu á kennsluaðferð þar sem áhersla er á stærðfræðileiki og verkefni sem henta utan dyra.

Afmælissýning Akurskóla vegna 5 ára afmælis kr. 200.000.-


Réttindaöflun á skimunarprófi í stærðfræði kr. 300.000.-
Verkefnið er ætlað börnum 11-15 ára og standa vonir til að það muni gagnast öllum skólum.

Náttúrulegur lestur kr. 1.200.000.-
Um er að ræða öflugt kennslutæki sem þarf að staðfæra og tryggja réttindi á að nota.  

Skáld í Reykjanesbæ – Heiðarskóli kr. 200.000.-
Með verkefninu er verið að vekja athygli nemenda á  rithöfundum úr okkar nánasta umhverfi, verkum þeirra og starfi.

Áhugasamir nemendur- Árangursríkara skólastarf – Heiðarskóli kr. 500.000.-
Verkefnið setur vinnu með eldri nemendum í brennidepil og verður þar unnið með starfendarannsóknir hjá kennurum unglingadeilda.

Innleiðing PBS hugmyndafræðinnar – Myllubakkaskóli kr. 1.000.000.-
Um era ð ræða agakerfi sem  grundvallast á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun og nær til allra nemenda skólans. Þetta kerfi hefur verið styrkt í öðrum skólum með góðum árangri.

Kennsluaðferðir með lesblindum nemendum – Njarðvíkurskóli kr. 300.000.-

Samfella í stærðfræðinámi – Njarðvíkurskóli kr. 500.000.-

Efling Eikarinnar – Holtaskóli kr. 800.000.-
Verkefnið gengur út á að endurskilgreina einhverfudeildina með það fyrir augum að efla og gera skilvirkari þjónustu við börn sem hafa þessa sérstæðu fötlun sem einhverfa er.

CAT-kassinn - Leikskólinn Holt og Heiða Ingólfsdóttir, kr. 100.000.-
Verkefnið snýst um að styrkja kennslu leikskólabarna á einhverfurófi.

Tónlistarkennsla með einhverfum nemendum - Leikskólinn Heiðarsel kr. 400.000.- Er sérstaklega hugað að kennslu einhverfra barna.

Bók í hönd og þér halda engin bond – Tjarnasel kr. 600.000.-
Þar er unnið að því að efla mál- og læsisþroska ungra barna með markvissum bóklestri, þar sem áhersla er lögð á orðaforða, frásagnarhæfni og hlustun.

FFGÍR – kr. 1.600.000.-
Gerður er árssamningur við félag foreldrafélaga grunnskólanna í Reykjanesbæ um foreldrastarf í grunnskólum og það er Ingigerður Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri sem gengur frá því fyrir þeirra hönd.

Íþróttasjóður/Tómstundasjóður – ÍT svið

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar –aðalstjórn   ( 12.0500.000)  
Samningur um greiðsluþátttöku bæjarins vegna  íþróttaþjálfaralauna vegna barna og ungmenna 18 ára og yngri.

Keflavík, aðalstjórn  (1.500.000)
Samningur um greiðsluþátttöku vegna féalgsheimilis að Hringbraut 108

Keflavík, körfuknattleiksdeild ( 400.000.-)
Samningur um auglýsingu á keppnisgólf deildarinnar á Sunnubraut (Toyotahöllin)

UMFN, körfuknattleiksdeild ( 400.000.-)
Samningur um auglýsingu á keppnisgólf deildarinnar í Njarðvík ( Ljónagryfjan)

UMFN. sunddeild
Samningur um rekstur sundnámskeiða  

Keflavík, sunddeild
Samningur um rekstur sundnámskeiða

Brettafélag Suðurnesja ( 150.000)
Kynning og mótahald á hjólabrettum.   

Bridsfélag Suðurnesja. (150.000)
Þjónustusamningur sem felur í sér kynningu á brids-íþróttinni, bæði fyrir almenning og nemendur grunnskólanna.

Tómstundabandalag Reykjanesbæjar- aðalstjórn (250.000)
Samningur um kynningu og framkvæmd Frístundahátíðar 2009.

Fisfélagið Sléttan. (150.000)
Verksamningur um uppbyggingu og uppgræðslu á svæði félagsins og þátttöku í hátíðum bæjarins.

Flugmódelfélag Suðurnesja. (150.000)
Þjónustusamningur sem felur í sér kynningu á starfsemi félagsins og þátttöku í hátíðum bæjarins.

KFUM og KFUK  ( 1.000.000.-)
Nýr þjónustusamningur til 3ja ára um kynningu á starfi félagsins og nýrra æskulýðsverkefna

Pílukastfélag Reykjanesbæjar (150.000)
Þjónustusamningur sem felur í sér kynningu á starfsemi félagsins.

Bifhjólaklúbburinn Ernir. (500.000)
Samningur um öryggisfræðslu til nemenda Vinnuskóla og þátttaka í hátíðahöldum bæjarins

Skákfélag Reykjanesbæjar. (150.000)
Þjónustusamningur um kynningu á starfi félagsins

Sæþotufélag Suðurnesja (150.000)
Þjónustusamningur um kynningu á starfi félagins og þátttaka í hátíðum bæjarins.

Menningarsjóður - Menningarsvið

Menningarsjóður fékk úthlutun úr Manngildisjóði að upphæð kr. 8.000.000 fyrir árið 2009 og var upphæðinni deilt í 27 verkefni.  Stærstur hlutinn eða 4.000.000 fóru til greiðslu þjónustusamninga við 14 menningarhópa sem eru í gildi út þetta ár.  Þessir hópar eru m.a. Leikfélagið, kórarnir, myndlistarfélagið o.fl. Ein milljón króna fer í að þróa Listaskóla barna sem heilsársverkefni, ein milljón fer í Listaverkasjóð bæjarins og tvær milljónir fóru til almennra menningarverkefna.
    
1.    Sönghópur Suðurnesja/Árni Árnason/Dægurperlur              kr. 100.000
2.    Raddsvið/Christine Carr / Styrkinn skal nota til að ljúka við uppsetningu á hljóðveri sem sérhannað er til hljóðbókalesturs.                    kr. 100.000
3.    Keflavíkurkirkja    /Arnór Vilbergsson/Uppfærsla á söngleiknum Krafteverk í Betlehemstræti.  Söngleikur fyrir börn.                     kr. 300.000
4.    Byggðasafn Reykjanesbæjar/Sigrún Ásta Jónsdóttir/ Kostnaður vegna fornleifarannsóknar í Höfnum í maímánuði.                  kr. 250.000
5.    Bjarni Benediktsson/Ferðastyrkur, námsstyrkur í tónlistarbúðir í Bandaríkjunum.  Jákvæð umsögn frá Tónlistarskólanum.                         kr. 50.000
6.    Jón Ólafsson/Heimildavinn aog ritun á ævisögu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar söngvara úr Höfnum. Bókin verður gefin út af fyrirtækinu Senu um næstu jól.     kr. 300.000
7.    Draumasmiðjan /Alþjóðleg leiklistarhátíð heyrnarlausra/ Standa straum af kostnaði við að flytja inn nokkra leikhópa sem leika fyrir heyrnarlausa.        kr. 100.000
8.    Félag áhugafólks um menningarfjölbreytni/ Dröfn Rafnsdóttir formaður/Fjármagnið verður notað til að gefa út fréttabréf til félagsmanna og opna vefsíðu.    kr. 100.000
9.    Pólska menningarfélagið í Reykjanesæ/Grazyna Wroblewska formaður/Styrkinn skal nota til að útbreiða pólska menningu í tengslum við Ljósanótt.        kr. 100.000
10.    Kristlaug M. Sigurðardóttir-Leikhúsið Suður með sjó/ styrkur til uppsetningar á leikverkinu Anna uppfinningakona sem  frumsýna á í september n.k.     kr. 300.000
11.    Norðuróp/ Jóhann Smári – Vasaópera/Frægustu óperur heims sýndar í styttri mynd, minnkuð hlómsveit,þýddar á íslensku, búningar, leikmynd og lýsing. Samstarfsverkefni, Orfeus, Tónlistaskóli, Leikfélagið o.fl.                    kr. 300.000


Samningar á vegum Menningarsjóðs :

Leikfélag Keflavíkur              500.000        
Félag myndlistarmanna í Rnb.    500.000    
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar      400.000    
Kvennakór Suðurnesja          400.000    
Karlakór Keflavíkur              400.000    
Suðsuðvestur gallerí            400.000    
Harmonikkufélagið            150.000        
Norræna félagið            150.000        
Ljósop, félag áhugaljósmyndara    150.000    
Gallery Björg                150.000    
Faxi málfundafélag            150.000    
Sönghópur Suðurnesja        150.000    
Leiðsögumenn Reykjaness ses        150.000    
Einstakir, félag tréskurðarmanna    150.000    

Umhverfissjóður - Umhverfissvið

Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs 145.000(Björn Guðbrandur Jónsson)
Einstök skilyrði eru á Suðurnesjum og nágrenni til að taka ákveðin skref í átt til sjálfbærar þróunar með því að meðhöndla og nýta lífrænan úrgang sem fellur til á svæðinu í þágu uppgræðslu og ræktunar í heimabyggð.

Umferðaröryggisátak og umferðarskólinn 600.000 (Jóna Hrefna)
Umhverfis-og skipulagssvið stendur fyrir umferðaröryggisátaki í skólabyrjun ár hvert. Settir verða upp fánar og vakin athygli þess að fara varlega í umferðinni sérstaklega í kringum leik- og grunnskóla. Þá verður fjármunum veitt til Umferðarskólans ; Í fyrsta sinn í umferðinni, sem er fyrir elstu nemendur leikskólanna þar sem farið er yfir grundvallaatriði umferðalaganna og þeim kannt að bera sig að í umferðinni. Verkefnið er unnið í samstari við Umferðarstofu og Lögreglu.

Akurskóli- Grænfánaverkefnið 55.000 (Jónína Ágústdóttir)
Markmið verkefnisins er að stofna umhverfisnefnd Akurskóla, meta stöðu umhverfismála, gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhversbóta og setja skólanum formlega umhversstefnu. Að því loknu að fá grænfánann reiknað er með að verkefnið taka u.þ.b eitt ár.

Blái Herinn Hreinn ávinningur 500.000 (Tómas Knútsson)
Verkefnið stuðlar að því að hreinsa opin svæði og strandlengju Reykjanesbæjar með aðkomu og stuðningi annarra félagasamtaka.