Mannbjörg við Grindavík
Mannbjörg varð er báturinn Draupnir GK sökk út af Grindavík fyrir hádegi í dag. Tveir menn voru á bátnum og komust þeir báðir í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað um borð í annan bát. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, og björgunarskip frá Grindavík voru kölluð út til leitar að bátnum, sem datt út af sjálfvirkri tilkynningarskyldu hjá Tilkynningarskyldu íslenskra skipa klukkan 11.39.
Mönnunum tveimur var bjargað um borð í bát klukkan 13:30 eftir að plastbátur þeirra sökk um 11 sjómílur suðsuðaustur af Grindavík.Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason, frá Grindavík var kallað út kl. 12:47 eftir að báturinn hvarf af tölvuskjám sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Einnig voru nærliggjandi bátar látnir vita og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.
Skömmu eftir útkall komu boð um að neyðarsendir væri virkur á þeim sömu slóðum sem báturinn hvarf af skjám Tilkynningarskyldunnar.
Klukkan 13:15 voru nærliggjandi bátar komnir á slysstað og um klukkan 13:30 var búið að bjarga báðum skipbrotsmönnunum um borð í bát heilum á húfi. Ekki voru fleiri í áhöfn bátsins.
Frétt Morgunblaðsins af málinu.
Mönnunum tveimur var bjargað um borð í bát klukkan 13:30 eftir að plastbátur þeirra sökk um 11 sjómílur suðsuðaustur af Grindavík.Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason, frá Grindavík var kallað út kl. 12:47 eftir að báturinn hvarf af tölvuskjám sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Einnig voru nærliggjandi bátar látnir vita og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.
Skömmu eftir útkall komu boð um að neyðarsendir væri virkur á þeim sömu slóðum sem báturinn hvarf af skjám Tilkynningarskyldunnar.
Klukkan 13:15 voru nærliggjandi bátar komnir á slysstað og um klukkan 13:30 var búið að bjarga báðum skipbrotsmönnunum um borð í bát heilum á húfi. Ekki voru fleiri í áhöfn bátsins.
Frétt Morgunblaðsins af málinu.