Mannbjörg í Bláa Lóninu
Starfsmen komu sjötugri konu til bjargar
Snarræði starfsfólks Bláa lónsins kom í veg fyrir að illa fór þegar sjötug bresk kona fékk aðsvif í lóninu á mánudaginn síðastliðinn. Starfsfólk og gestir komu konunni til hjálpar en starfsmaður synti á eftir konunni og kom henni í land. Frá þessu er greint á DV.is.
Konan var vistuð á sjúkrahús í kjölfarið en hún hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi.
Starfsmenn Bláa Lónsins fara reglulega í gengum þjálfun í skyndihjálp og öryggisferlum. Þar að auki eru viðbrögð við slysum og óhöppum æfð mánaðarlega.