Málverk til yndis og ánægju á HSS - fæst keypt fyrir hátt verð!
Starfsfólk D-deildar fékk að gjöf málverkið 08-08-08 (Til allra átta) nú á dögunum. Verkið er eftir Hermann Árnason listmálara og gefið af honum fyrir frábæra umönnun og þjónustu sem veitt var föður hans Árna Baldvini Hermannssyni og fjölskyldunni allri á meðan síðustu stundir hans liðu hjá.
Starfsfólkið má ráðstafa gjöfinni að vild, þ.e. nota það til fjáröflunar fyrir deildina eða halda því sér og öllum sem dvelja á deildinni til yndis og ánægju.
Málverkið er nú komið upp á vegg á deildinni og er svo sannarlega til yndis og ánægju fyrir alla sem þar koma og er starfsfólkið á því að nota það ekki til fjáröflunar nema verulega hátt tilboð komi í verkið, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Myndin var tekin við afhendingu gjafarinnar.