Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málþing um sögutengda ferðaþjónustu í Reykjanesbæ
Mánudagur 4. apríl 2005 kl. 18:00

Málþing um sögutengda ferðaþjónustu í Reykjanesbæ

Málþing í Reykjanesbæ um Nýtt landnám, sögutengda ferðaþjónustu verður haldið þann 8. apríl kl. 14-18. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá miklu grósku sem einkennir sögutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Einkum verður fjallað um ferðaþjónustu er byggir á Íslendingasögunum og tímabilinu fram til 1300. Er Sögueyjan loks að rumska og hvað ber framtíðin í skauti sér? Málþingið er haldið í samvinnu Reykjanesbæjar og Evrópuverkefnisins Destination Viking Sagalands. Aðgangur er ókeypis.

14.00
Eftirbátur Gunnars - kynning í húsnæði Íslendings Seylubraut 1, (við Reykjanesbraut). Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri Íslendings. Karlakórinn Víkingar taka lagið.

15.00
Málþing í Duushúsum Duusgötu 2, (við smábátahöfnina)
Ávarp:
Stefán Bjarkason, sviðsstjóri, Reykjanesbæ.

15.10
Evrópuverkefnið Destination Viking Sagalands:
Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnisstjóri
Víkingaskipið Íslendingur:
Gunnar Marel Eggertsson og Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri.
Eiríksstaðir og Leifsverkefnið í Dölum:
Helga Ágústsdóttir og Þrúður Kristjánsdóttir.
Þjórsárdalur:
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi og Bjarni Harðarson, blaða- og sagnamaður.

16.15
Kaffiveitingar í boði Reykjanesbæjar

16.45
Gásir við Eyjafjörð:
Kristín Sóley Björnsdóttir, Ferðamálasetri Íslands
Landnámssetur í Borgarnesi:
Kjartan Ragnarsson, leikstjóri.
Sögumiðstöð og sagnamennska á Grundarfirði:
Ingi Hans Jónsson, sagnamaður.
Upphaf byggðar - Landnámsskálinn í Aðalstræti:
Hjörleifur Stefánsson, arkitekt.
Eðlismassi, höfuðstóll og segulstál - nokkrar pælingar um Ísland og sögutengda ferðaþjónustu:
Andri Snær Magnason, rithöfundur

18.00
Málþingi slitið
Fundarstjóri:
Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024