Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málþing um rafrettur í FS
Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á það hvort rafrettan sé nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning.
Miðvikudagur 8. mars 2017 kl. 09:22

Málþing um rafrettur í FS

Málþing um rafrettur verður haldið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja næsta mánudag, 13. mars, frá klukkan 17:00 til 19:00. Málþingið verður sent út í beinni útsendingu á vf.is og verður jafnframt síðar aðgengilegt á vefsíðum skipuleggjenda.

Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á það hvort rafrettan sé nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning og hvort þær séu undur eða ógn. Fyrirlesarar verða Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands og Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og sérfræðingur í heimilislækningum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að erindum loknum verður opið fyrir fyrirspurnir úr sal. Fundarstjóri verður Anna Taylor, forvarnafulltrúi FS.