Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málþing um gamla bæinn í Grindavík
Miðvikudagur 14. mars 2018 kl. 13:22

Málþing um gamla bæinn í Grindavík

Menningarvika Grindavíkur stendur nú yfir og eru ýmsir viðburðir á dagskrá alla vikuna og fram á sunnudag.
Í Kvennó í dag, frá kl. 17-19 verður hægt að koma með forngripi þar sem að Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og Ólafur Ingi Jónsson meta gamla muni fyrir gesti og gangandi.

Málþing um gamla bæinn fer fram í Kvennó kl. 20 í kvöld og munu þeir Þór Hjaltalín, minjavörður Suðurnesja og Ármann Halldórsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Grindavíkurbæjar, fjalla um gamla bæjarhlutann í Grindavík í fortíð og framtíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði í menningarviku Grindavíkur má nálgast hér.