Málþing um fræðandi ferðaþjónustu í Sandgerði
Miðvikudaginn 28. ágúst stendur Þekkingarsetur Suðurnesja fyrir málþingi um steingervinga og fræðandi ferðaþjónustu í tilefni heimsóknar ástralskra sérfræðinga á því sviði hingað til lands. Málþingið er öllum opið án endurgjalds og eru áhugamenn um jarðfræði, steingervinga og ferðaþjónustu sérstaklega hvattir til að mæta.
Málþingið hefst kl. 10:00 og er haldið í húsnæði Þekkingarsetursins að Garðvegi 1, Sandgerði.
Dagskrá málþingsins má finna hér.