Málþing Lions um lestrarvanda í Íþróttaakademíunni
	Lionshreyfingin á Íslandi tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem felst í lestrarátaki og baráttu gegn treglæsi. Haldið verður málþing laugardaginn 5. nóvember í Íþróttaakademíunni, Krossmóa 58 í Reykjanesbæ kl. 10:30-13:00. Meðal fyrirlesara verða Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og formaður Ibby á Íslandi og Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri TMF Tölvumiðstöðvar.
	 
	Dagskrá Málþingsins þann 5. nóvember kl. 10:30:
	-Setning: Árni Brynjólfur Hjaltason fjölumdæmisstjóri Lions.
	-Opnun: Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar.
	-Lestrarátak Lions: Hrund Hjaltadóttir lestrarátaksstjóri Lions.
	-Læsi - hvað er það? Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og formaður Ibby á Íslandi.
	-Að skrifa sig til læsis: Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri TMF Tölvumiðstöðvar.
	-Lestur er ævilöng iðja: Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
	-Hvað getum við öll gert til að hjálpa? Fyrirspurnir og umæður.
	-Slit: Árni Brynjólfur Hjaltason fjölumdæmisstjóri Lions
	 
Allir eru velkomnir. Fundarstjóri er Jórunn J. Guðmundsdóttir lestrarátaksfulltrúi 109A og er aðgangur ókeypis.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				