Málþing FFGÍR tókst vel
Mikill fjöldi foreldra, kennara og skólastjórnenda sem og aðrir áhugamenn um skólahald sóttu í gær málþing FFGÍR undir yfirskriftinni Með foreldrum til framfara.
FFGÍR stendur fyrir foreldraráð og foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ. Talið er að yfir 100 manns hafi sótt málþingið en á dagskrá voru m.a. fyrirlestrar um árangur og líðan barna, heimanám, frásagnir foreldra, nemenda og kennara af árangursríku samstarfi heimilis og skóla.
Að loknum fyrirlestrum var boðið upp á umræðuhópa.
Unnið verður úr niðurstöðum málþingsins í framhaldi og þær sendar foreldraráðum grunnskólanna og skólastjórnendum.
FFGÍR stendur fyrir foreldraráð og foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ. Talið er að yfir 100 manns hafi sótt málþingið en á dagskrá voru m.a. fyrirlestrar um árangur og líðan barna, heimanám, frásagnir foreldra, nemenda og kennara af árangursríku samstarfi heimilis og skóla.
Að loknum fyrirlestrum var boðið upp á umræðuhópa.
Unnið verður úr niðurstöðum málþingsins í framhaldi og þær sendar foreldraráðum grunnskólanna og skólastjórnendum.