Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Málmsletta orsök bruna í United Silicon
Frá vettvangi brunans í gær. VF-mynd/hilmarbragi
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 13:12

Málmsletta orsök bruna í United Silicon

- Engin slys á fólki

Málmur slettist á vörubretti og því varð eldur laus í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík um kvöldmatarleyti í gær. Þetta kom fram í máli Helga Þórhallssonar, forstjóra fyrirtækisins, á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. „Málmsletta fór á trébretti sem eru í geymslu sem á að vera mjög vel skorðuð frá ofninum sjálfum. Þar eru geymdar rekstrarvörur,“ sagði hann.

Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni við brunann og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað til. Starfsmönnum hafði tekist að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang en slökkviliðsmenn slökktu í glæðum á gólfi verksmiðjunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enginn slys urðu á fólki í brunanum og sagði Helgi tjónið óverulegt og ekki hafa haft áhrif á starfsemi kísilverksmiðjunnar.