Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málefni Sólborgar á dagskrá bæjarráðs Suðurnesjabæjar
Miðvikudagur 29. maí 2024 kl. 12:49

Málefni Sólborgar á dagskrá bæjarráðs Suðurnesjabæjar

Í kjölfar umræðu um málefni leikskólans Sólborgar í Sandgerði var haldinn stöðufundur bæjarfulltrúa, bæjarstjóra og stjórnenda mánudaginn 27. maí.

„Eins og kunnugt er mun starfsemi leikskólans færast í nýtt húsnæði í Grænuborg á næstunni. Því miður hafa ýmsir utanaðkomandi þættir valdið seinkun á því að hægt sé að hefja starfsemi í húsnæðinu en unnið er að því að leysa húsnæðismálin þangað til að Grænaborg verður tilbúin. Leikskólinn hefur einnig glímt við mönnunarvanda að undanförnu og þurft að grípa til lokana á deildum sem valdið hefur álagi á starfsfólk, börn og foreldra,“ segir á vef Suðurnesjabæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málefni leikskólans verða á dagskrá fundar bæjarráðs miðvikudaginn 29. maí nk.