Málefni Sandgerðisbæjar fyrir fjárlaganefnd
Bæjarstjóri Sandgerðisbæjar mun mæta á fund fjárlaganefndar Alþingis þriðjudaginn 28. september næstkomandi þar sem nokkur mál Sandgerðisbæjar verða rædd. Þau mál sem rædd verða eru hafnarframkvæmdir í bænum, uppgjörsmál er varða vegaframkvæmdir við Hafnargötu, framkvæmdir við Strandgötu, lýsing Heiðarvegar og uppbygging á Háskólasetri í Sandgerði.
Í fundargerð bæjarráðs segir að ráðið fagni umræddum fundi og er bæjarstjóra falið að undirbúa greinargerð fyrir fundinn.
Ljósmynd/Mats Wibe Lund.