Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málefni innflytjenda og atvinnulausra á málþingi
Fundurinn verður á 5. hæð í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 9. nóvember 2017 kl. 16:33

Málefni innflytjenda og atvinnulausra á málþingi

Innflytjendur og atvinnulausir sem glíma við veikindi eða fötlun eða eru í neyslu eru aðal málefni málþings Vinnumálastofnunar Suðurnesja nk. föstudag. „Á Suðurnesjum eru margir innflytjendur og með auknum atvinnutækifærum eykst innflutningur fólks víðs vegar að í leit að betri tækifærum fyrir sig og sína fjölskyldu. Þannig er líka mikilvægt að stilla sama strengi varðandi þjónustu við fólk með mismunandi uppruna,“ segir Hildur J. Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Suðurnesja en fjölmargir aðilar verða með erindi á málþinginu.  

Hildur segir að markmið málþingsins sé að fagfólk komi saman og stuðli að samvinnu sem eykur gæði þjónustu og árangurs vegna ofangreindra hópa. Þá skapist vettvangur fyrir fagaðila til að  deila reynslu, góðum þjónustuháttum og finna lausnir á sameiginlegum vanda og leggja sitt af mörkum við að fyrirbyggja ótímabæra örorku ungs fólks. Á sama tíma sé verið að stuðla að samvinnu vegna þjónustu við innflytjendur og aðra íbúa á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal þeirra sem flytja erindi eru sérfræðingar frá Vinnumálastofnun, Reykjanesbæ, Keili á Ásbrú, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Virk starfsendurhæfingu. Fundarstjóri er Jóhann Friðrik Friðriksson. Máliþingið verður á 5. hæð í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ og hefst kl. 8.30. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu.