Málefni fatlaðs fólks í þínu sveitarfélagi
– Samræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga vorið 2014
	Fulltrúum allra framboða er boðið á opinn samræðufund um málefni fatlaðs fólks í Duushús mánudaginn 19. maí kl. 17.00 – 19.00.
	Blindrafélagið, Landssamtökin Þroskahjálp og Sjálfsbjörg landssambands fatlaðra hafa sett saman einskonar vegvísi í þjónustu við fatlað fólk til fjögurra ára sem þau ætla að kynna fyrir  fyrir frambjóðendur og væntanlegum  sveitarstjórnarmönnum.
	Á fundinum verða einnig kynntar niðurstöður úr könnun Capacent Gallup varðandi viðhorf almennings til þjónustu við fatlað fólk.
	Að lokum munu fara fram hringborðsumræður með frambjóðendum þar sem þeim gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fundurinn verður tekinn upp á hljóðskrá og birtur á heimasíðum félaganna.
	Fundurinn er öllum opinn og áhugafólk um málefni fatlaðs fólks er hvatt til að fjölmenna.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				