Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 20. febrúar 2002 kl. 16:07

Málefni dagmæðra rædd í bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Málefni dagmæðra voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar Reykjaensbæjar 19. febrúar . Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri og Ellert Eiríksson gerðu grein fyrir stöðu mála vegna fyrirspurnar frá minnihluta á bæjarstjórnarfundi þann 5. febrúar 2001.Alls hafa 30 dagmæður starfsleyfi frá Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar til daggæslu barna í heimahúsu og eru 127 börn á skrá hjá dagmæðrum í Reykjanesbæ.
Hámarksfjöldi leyfa, hjá dagmóður sem hafur haft starfsleyfi skemur en eitt ár er sem svarar fjórum börnum. Dagmæður sem hafa starfað í lengur en eitt ár hafa leyfi fyrir fimm börnum..

Starfsmenn Fjölskyldu- og félagsþjónustu hafa reglubundið eftirlit með dagmæðrum, fara á heimili þeirra, athuga aðstæður og kanna barnafjölda.
Við athugun sem gerð var í desember 2001 þar sem starfsmenn Fjölskyldu- og félagsþjónustu fóru til allra dagmæðra í Reykjanesbæ kom í ljós að ein dagmóðir var með tvö börn fram yfir leyfi. Henni var gerð grein fyrir leyfilegum hámarksfjölda og bent á að fara eftir settum reglum.

Athugunin var gerð að beiðni Félagsmálaráðuneytisins en þar var óskað eftir því að tekið yrði úrtak. Starfsmenn Reykjanesbæjar töldu þó eðlilegra að fara til allra dagmæðra í sveitarfélaginu og leiddi sú athugun m.a. í ljós að almennt er ástand hjá dagmæðrum gott og öllum skilyrðum fullnægt enda hefur ávallt verið gengið mjög fast eftir slíku af hálfu Fjölskyldu og félagsþjónustu.

Fram kom í máli bæjarstjóra að mikil ásókn hafi verið fyrir nokkrum árum í heimild til að hafa fleiri börn en reglugerð kveður á um en beiðnum um slíkt hafi ávallt verið hafnað af Fjölskyldu- og félagsþjónustu.

Það er skoðun bæjarstjóra að mjög vel og faglega er staðið að þessum málaflokki hjá Reykjanesbæ, jafnt að hálfu fagnefndar, starfsmanna bæjarins svo og foreldrum og dagmæðrum sjálfum.
Ljóst er í þessum málaflokki jafnt og öðrum má alltaf gera betur þótt vel sé staðið að hlutunum og er sífellt verið að vinna að því.


Málefni dagmæðra verða til sérstakrar athugunar á næsta fundi Barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024