Malbikunarframkvæmdir á föstudag
– víðsvegar um Reykjanesbæ
Haldið verður áfram með malbikun í Reykjanesbæ á morgun og má búast við truflun á umferð vegna þess. Tveir flokkar verða að störfum við malbikunina.
Á föstudagsmorgun kl. 8:30 til ca. 12:00 verður Heiðarbraut malbikuð frá hraðahindrun og fram yfir gatnamót Heiðarbakka.
Eftir hádegi á föstudag, kl. 12-19, verður Tjarnargata malbikuð frá Hringbraut og upp að Langholti og frá Tjarnargötu og fram yfir gatnamót Þverholts.
Annar vinnuflokkur verður að störfum frá kl. 7:30-9:00 á Bakkastíg frá Iðjustíg og að steyptum kafla við bryggjuna.
Frá kl. 9-14 verður hringtorg á Hafnargötu/Vatnsnesvegi malbikað.
Frá kl. 14-19 verður Hrannargata malbikuð milli Vatnsnesvegar og Víkurbrautar.
Hjáleiðir verða merktar og vegfarendur beðnir velvirðingar á óþægindum.