Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Malbikað á Miðnesheiðarvegi á morgun
Þessi kafli vegarins verður m.a. malbikaður og ekki veitir af. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 8. júní 2020 kl. 14:49

Malbikað á Miðnesheiðarvegi á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 9. júní, er stefnt á að malbika 800 metra kafla á Sandgerðisvegi á milli Reykjanesbrautar og Miðnesheiðarvegar og einnig 600 metra kafla við gatnamót hjá Miðnesheiðarvegi.

Sandgerðisvegur og Miðnesheiðarvegur verða lokaðir og hjáleið verður um Garðskagaveg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 20:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.