Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málari
Þriðjudagur 1. apríl 2003 kl. 11:00

Málari

Frístundamálarinn og rafvirkjameistarinn, Ormur Guðjón Ormsson sýnir myndverk sín á Ránni (Ingimundabúð)hér í Keflavík. Myndirnar eru bæði gamlar og nýjar landslagsmyndir, með ívafi að blandaðri tækni. Guðjón málar vatnslitamálverk og olíumálverk, akríl og pastelkít. Þetta er þriðja sýning Guðjóns en hann er að mestu leyti
sjálfmenntaður í listinni. Hann hlaut góða undirstöðu hjá Eggert heitnum Guðmundsyni, listmálara og kennara sem kenndi honum teikningu í Iðnskólanum og meðferð lita og skugga. Myndirnar eru alls 28, og allar til sölu.

Sýningin er opin til 17. Apríl frá klukkan 14 til 18 alla daga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024