Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mál Guðrúnar Gísladóttur KE tekið fyrir á norska Stórþinginu í dag
Föstudagur 18. júní 2004 kl. 15:42

Mál Guðrúnar Gísladóttur KE tekið fyrir á norska Stórþinginu í dag

Á norska Stórþinginu í dag verður lagð fram tillaga um að flak Guðrúnar Gísladóttur KE verði lyft af hafsbotni við Lófóten og fargað.

Vefmiðill Morgunblaðsins hefur eftir NRK, norska ríkisútvarpinu, að nokkur óvissa ríki um útkomuna. Skiptar skoðanir eru á milli þingmanna þar sem fulltrúar af Nordland-svæðinu eru nær einhuga um að hífa Guðrúnu upp, en sjávarútvegsráðherrann, Svein Ludvigsen, hefur lýst því yfir að hann telji réttast að láta flakið liggja eftir að olíu hefur verið dælt úr því.

Þessi mál munu væntanlega skýrast síðar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024