Makríllinn veiddur við Reykjanesið
Smábátar eru nú áberandi við strendur og hafnir á Suðurnesjum enda stendur makrílveiðin nú sem hæst. Veiðitímabilið hófst í byrjun júlí en alls hafa 43 bátar landað um 234 tonnum það sem af er vertíð, þar sem veiðisvæðið hefur að mestu verið við Reykjanesið. Nú virðist umferð smábátanna vera að færast yfir á Snæfellsnesið eins og sjá má á kortinu hér að neðan.