Makríllinn himnasending til Grindavíkur
Hrafn GK kom með 227 tonn til hafnar
Það var líf í tuskunum hjá hjá Löndunarþjónustu Þorbjarnar í Grindavík fyrr í vikunni, þar sem Hrafn GK kom inn til millilöndunar eftir 11 daga úthald. Löndunarþjónustan snaraði á land einum 227 tonnum af makríl og 16 til af síld. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar en þar segir að makríllinn hafi sannarlega verið mikil búbót fyrir íslenska þjóðarbúið síðustu ár en aflaverðmæti hans hefur hlaupið á tugum milljarða hvert ár. Fyrir Þorbjarnarmenn hefur hann verið sannkölluð himnasending þar sem veiðarnar hafa komið í stað gulllaxveiða og þannig hefur verið hægt að halda skipunum á veiðum og mönnum í vinnu fram að nýju fiskveiðiári.
Hrafn GK.