Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Makríllinn er mættur í Reykjanesbæ
Feðgar beita fyrir Makríl.
Miðvikudagur 24. júlí 2013 kl. 13:44

Makríllinn er mættur í Reykjanesbæ

Á bryggjunni í Reykjanesbæ voru fjölmargir bæjarbúar mættir til þess að renna fyrir makríl sem nú kominn er á kreik. Veiðimenn töluðu um að nokkuð væri af markríl við höfnina en þó lægi hann nokkuð djúpt. Blaðamaður var vitni að því þegar Fannar Logi Jóhannesson landaði einum vænum en að sögn móður hans er oft erfitt að fá strákinn heim í kvöldmat, hann dvelji öllum stundum á bryggjunni við veiðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fannar Logi Jóhannesson er nánast alla daga á bryggjunni í Keflavík.