Makrílbátur endaði uppi í grjóti
– sjór flæddi yfir borðstokkinn
Makrílbáturinn Hreggi AK slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn í nótt og rak upp í grjót innan hafnarinnar. Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð til ásamt lögreglu og hafnsögubátnum Auðunni.
Böndum var komið á bátinn, sem var kominn á hliðina í grjótinu þannig að sjór flæddi inn fyrir borðstokkinn, og hann dreginn aftur á flot og komið að bryggju.
Meðfylgjandi myndir tók Siggeir Pálsson á vettvangi í Njarðvíkurhöfn snemma í morgun.