Magnús þakkar fyrir góðar kveðjur

Magnús Stefánsson var ráðinn bæjarstjóri nýs sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis í gær en ráðningin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi seinnipartinn í gær. Magnús hefur fengið fjölmargar heillaóskir og kveðjur eftir að í ljós kom að hann fékk stöðuna og þakkar hann fyrir sig á Facebook- síðu sinni.

„Í gær samþykkti bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs ráðningu mína sem bæjarstjóra hins sameinaða sveitarfélags.  Ég þakka bæjarstjórninni það traust sem mér er sýnt með þessari ráðningu.  Framundan eru margvísleg verkefni og áskoranir sem ég hlakka til að takast á við, í samstarfi við bæjarstjórn, starfsfólk sveitarfélagsins og íbúana.  Ég hef af þessu tilefni fengið fjölmargar góðar óskir og kveðjur hér á Fésbókinni, með SMS skeytum, tölvupóstum og í símtölum.  Ég þakka fyrir það og óska ykkur öllum alls góðs,“ segir Magnús í færslu sinni á Facebook.