Magnús Stefánsson bæjarstjóri nýs sameinaðs sveitarfélags

Magnús Stefánsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri nýs sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, þetta kemur fram í tilkynningu frá Róberti Ragnarssyni, starfandi bæjarstjóra.
Ráðning Magnúsar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðisbæjar nú seinnipartinn og mun hann sitja kjörtímabilið 2018-2022.

Magnús er viðskiptafræðingur MBA að mennt og fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og bæjarstjóri. Magnús var valinn úr hópi fjórtán umsækjenda um starf bæjarstjóra og naut bæjarstjórn aðstoðar Hagvangs við ráðningarferlið.

Magnús hefur störf þann 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert sinna starfi bæjarstjóra þangað til.