Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Magma fær að kaupa HS-Orku
Þriðjudagur 23. mars 2010 kl. 08:26

Magma fær að kaupa HS-Orku


Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy fær að kaupa HS Orku samkvæmt niðurstöðu nefndar sem fjallar um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri. Nefndin fundaði um málið í gær og klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort kaupin stæðust lög um erlendar fjárfestingar.

Morgunblaðið hefur eftir Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, að miðað við þessa niðurstöðu komi lögin ekki í veg fyrir kaup Magma Energy í HS-Orku. Hann muni  fara betur yfir þessa niðurstöðu með embættismönnum í ráðuneytinu.

Í nefndinni sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Fulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar töldu kaupin ekki ganga í berhögg við lög. Fulltrúar VG og Borgarahreyfingar voru á annarri skoðun.

Eins og áður segir er Magma Energy kanadískt. Fyrirtækið stofnaði hins vegar eignarhaldsfélag í Svíþjóð utan um kaupin í HS Orku en lög um erlendar fjárfestingar í íslenskum atvinnurekstri eru rýmri á Evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin varð því að taka afstöðu til þess hvort sænska félagið væri samþykkjanlegur kaupandi eða hvort líta bæri á móðurfélagið sem kaupanda.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/elg - Orkuver HS Orku á Reykjanesi.