Mættu óvænt á þyrlu í Flugbúðir Keilis
- Landhelgisgæslan kom óvænt á þyrlu í Flugskóla Keilis á Ásbrú
- Landhelgisgæslan kom óvænt á þyrlu á Ásbrú í gær
Sumarskóli Keilis býður þessa vikuna upp á Flugbúðir fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára. Námskeiðið fer vel af stað og í gær kom þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ óvænt í heimsókn sem vakti mikla lukku meðal nemenda.
Áhöfn þyrlunnar tók hefðbundna sigæfingu á körfuboltavellinum við Keili. Unglingarnir fylgdust spenntir með og fólk úr nágrenninu þyrptist að þegar einn úr áhöfninni var látinn síga til jarðar á meðan þyrlan sveif grafkyrr yfir honum. Að æfingu lokinni lenti þyrlan og áhöfnin sýndi áhorfendum þyrluna og búnað hennar, ásamt því að svara fyrirspurnum um þetta spennandi en jafnframt krefjandi starf.
Virkilega skemmtileg tilbreyting á annars hefðbundnum þriðjudegi.
Áhöfnin tók sigæfingu með körfu.
Þátttakendur Flugbúða og starfsfólk Keilis fylgjast spenntir með þyrlunni.
Áhorfendur fengu tækifæri til að skoða þyrluna og hitta áhöfnina.
Áhugasamir nemendur spurðu áhöfnina spjörunum úr.