Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mætti rúllandi dekki á Reykjanesbraut
Föstudagur 6. júlí 2018 kl. 05:00

Mætti rúllandi dekki á Reykjanesbraut

Ökumaður sem ar á ferð við Kúagerði á Reykjanesbraut áleiðis til Keflavíkur í vikunni varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að dekk kom rúllandi úr gagnstæðri átt og lenti á framstuðara bifreiðar hans. Skýringin á þessu var sú að dekk hafði losnað undan bifreið á sömu slóðum, sem ekið var í átt til Reykjavíkur, skoppað yfir á hinn vegarhelminginn og hafnað á fyrrnefndu bifreiðinni. Ekki urðu nein meiðsl á fólki en fjarlægja þurfti aðra bifreiðina með dráttarbifreið.
 
Fleiri umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum en engin þeirra meiri háttar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024