Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mælingar á gosösku í lofti í nágrenni Keflavíkurflugvallar
Þriðjudagur 24. maí 2011 kl. 17:46

Mælingar á gosösku í lofti í nágrenni Keflavíkurflugvallar

Isavia hefur ákveðið í samvinnu við Háskóla Íslands og innlenda flugrekstaraðila að hefja mælingar á gosösku í lofti í nágrenni Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla sökum áhrifa hennar á flugumferð á flugvöllunum. Efri loftlög á umræddu svæði eru sem stendur laus við gosösku ólíkt því sem var fyrstu daga eldgossins. Sú staðreynd gerir okkur kleift að nýta niðurstöðu mælinganna, segir í frétt frá Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þess er vænst að mælingarflugið muni auka við upplýsingar um öskumagn og dreifingu sem Isavia, flugmálayfirvöld og Veðurstofa Íslands styðjast við þegar nýting loftrýmis til flugumferðar er ákvörðuð. Brottflugs- og aðflugsferlar að flugvöllunum verða einnig kannaðir með reglulegum hætti.