Mældist á 150 kílómetra hraða
Fjórir ökumenn yfir löglegum hámarkshraða á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða.
Lögreglan á Suðurnesjum klippti í vikunni númer af sex bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar. Þá óku fjórir ökumenn yfir löglegum hámarkshraða á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða. Loks voru höfð afskipti af ökumanni sem hafði ekki spennt bílbelti og talaði í síma, án handfrjálss búnaðar, meðan á akstrinum stóð.