Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. desember 2002 kl. 09:15

Mæðgur fengu tvo Evrópuvinninga sama daginn

Sylvía Færseth datt heldur betur í lukkupottinn sl. laugardag þegar hún gerði jólainnkaupin sín í Reykjanesbæ. Um morguninn lá leið hennar í Apótek Keflavíkur þar sem hún keypti snyrtivörur. Sylvía fékk Jólalukku að kaupunum loknum og þar leyndist utanlandsferð og ætlaði hún ekki að trúa sínum eigin augum.“Ég rétti bara vinkonu minni miðann því ég trúði þessu ekki. Hún sagði mér að ég hefði unnið og ég varð auðvitað himinlifandi". Óhætt er að segja að þessi dagur verði lengi í minnum hafður því ekki var heppni hennar þennan dag á þrotum. Seinna þennan dag var Sylvía ásamt dóttur sinni, Sædísi Ósk, að kaupa jólaföt sín hjá Óskari og viti menn, litla stelpan vann líka utanlandsferð. “Ég var búin að kaupa jólafötin á hana og því fékk hún að velja sér jólalukkumiða. Þegar hún var búin að skafa miðann kom hún með hann til mín skælbrosandi og
ég verð nú bara að segja að það var næstum því liðið yfir mig", sagði Sylvía og hló. “Þetta á ekki að vera hægt". Sylvía hefur keypt allar sínar jólagjafir í Reykjanesbæ og segir að hér sé einfaldlega best að versla. “Já það borgar sig að versla heima um jólin því hér fær maður frábæra þjónustu". Sylvía sagðist ekki vera búin að ákveða sig hvað gera ætti við
vinninginn. “Ég hef ekki ákveðið hvað ég geri við vinninginn en það eru hins vegar ýmsar hugmyndir í gangi", sagði Sylvía að lokum.


Komu til Suðurnesja í jólagjafakaup - unnu utanlandsferð

Mér dauðbrá þegar ég skóf af miðanum og sýndi mömmu hann orðlaus", sagði Erla Kristín Jónasdóttir, 14 ára en hún var að gera jólainnkaup í Ótrúlegu búðinni í Keflavík sl. laugardag með móður sinni og yngri systur. Erla fékk eins og allir sem gera jólainnkaup á Suðurnesjum Jólalukku Víkurfrétta og verslana og vann Evrópuferð með Flugleiðum. Erla Kristín fór með miðann sem hún fékk yfir í næstu verslun, Kóda þar sem móðir hennar, Bryndís Guðmundsdóttir var að skoða jólafötin, og sýndi henni vinninginn. “Við vorum nýkomnar úr Kringlunni en
fannst ekki skemmtilegt að versla þar og ákváðum að fara í jólainnkaupin í Keflavík. Það borgaði sig, svo sannarlega", sagði móðirin sem bjó lengi í Sandgerði og var meðhjálpari þar til margra
ára. Hún hefur búið á Akureyri síðan 1999 en er samt aftur kominn til Keflavíkur því hún stundar hársnyrtinám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. “Það er frábært að fá svona skafmiða fyrir það eitt að versla á Suðurnesjum. Svo eru líka margar verslanir hérna sem eru mjög góðar", sagði Bryndís. Erla dóttir hennar og vinningshafi sagðist ekkert vita hver hún væri að fara á næsta ári. “Ég er ekki farin að hugsa svona langt".
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024