Maðurinn laus úr haldi
Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær eftir að hafa skotið úr riffli á heimili sínu að Auðnum á Vatnsleysuströnd er laus úr haldi Lögreglunnar í Keflavík. Við húsleit hjá manninum í gærkvöldi fundust 40 grömm af hassi og viðurkenndi maðurinn við yfirheyrslur að efnið væri til einkanota. Maðurinn á yfir höfði sér ákæru fyrir ólöglegan vopnaburð, brot á fíkniefnalögum og ölvunarakstur auk þess sem hann hafði ekki ökuréttindi.
VF-ljósmynd: AF vettvangi í gærkvöldi.
VF-ljósmynd: AF vettvangi í gærkvöldi.