Miðvikudagur 17. desember 2003 kl. 12:26
Maður varð fyrir lyftara
Maður fótbrotnaði í húsakynnum Nesfisks í Garði í morgun er hann varð fyrir lyftara. Starfsmenn Nesfisks fluttu manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Í ljós kom að maðurinn hafði fótbrotnað.