Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 29. maí 2001 kl. 09:57

Maður slasast utan við Casino

Þrjá líkamsárásir voru í Keflavík um helgina. Sú fyrsta átti sér stað að morgni laugardags þegar manni var hrint niður tröppurnar á skemmtistaðnum Casino. Hann lenti á stéttinni utan við húsið og var fluttur á sjúkrahús með skurð á andliti og hendi.
Á aðfaranótt sunnudags var maður fluttur á sjúkrahús eftir átök í Grindavík. Ekki er vitað um hversu meiðsli hans voru alvarleg. Sömu nótt kom til átaka húsi í Keflavík milli karls og konu. Ekki er vitað um áverka en þeir eru taldir vera minniháttar. Að öðru leyti var halgin róleg að sögn Karls Hermannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024