Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Maður með gulrótarrautt hár stelur reiðhjóli
Þriðjudagur 9. júní 2009 kl. 10:52

Maður með gulrótarrautt hár stelur reiðhjóli



Svörtu og rauðu Schwinn reiðhjóli í ágætis ásigkomulagi var stolið í gamla bænum í Keflavík sl. laugardagsmorgun.

Sást til tveggja manna um tvítugt. Annar var í bláum jakka, dökkhærður með gleraugu en hinn var með gulrótarrautt hár, næstum snoðað. Þeir tóku tvö hjól en annað fannst yfirgefið við apótekið.

Ef einhver hefur séð Schwinn hjólið, sem er eins og fyrr segir í ágætu standi en brettalaust, má viðkomandi hafa samband við eiganda hjólsins í síma 862 2208 eða hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.

Mynd: Gulrótarrautt hár er einhvernveginn svona. Það er hins vegar verið að lýsa eftir  svörtu og rauðu Schwinn reiðhjóli í ágætis ásigkomulagi en við áttum ekki mynd af því!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024