Fimmtudagur 5. júní 2003 kl. 15:14
Maður í haldi lögreglu, grunaður um bankarán
Samkvæmt öruggum heimildum Víkurfrétta er maður í haldi lögreglunnar í Keflavík, grunaður um vopnað rán í Landsbankanum í Grindavík í dag. Maðurinn var stöðvaður í bíl á leið úr Grindavík og passaði við lýsinguna sem gefin var út.Þetta hefur ekki fengist staðfest af lögreglunni.