Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Maður í geimbúningi að mála sjálfsmynd á gosstöðvunum
Guðni Oddgeirsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 10. ágúst 2023 kl. 14:18

Maður í geimbúningi að mála sjálfsmynd á gosstöðvunum

„Það má líða meira en eitt ár fram að næsta gosi,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá Björgunarsveitinni Þorbirni.

Eldgosinu við Litla-Hrút er líklega lokið, alla vega er gospása núna og það þýðir að um hægist hjá björgunarsveitarfólkinu sem staðið hefur vaktina síðan gosið hófst þann 10. júlí. Þó eru ennþá staðnar vaktir en þeim lýkur um helgina.

Guðni Oddgeirsson er meðlimur Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hann hefur verið með puttann á púlsinum. „Þetta var stíft til að byrja með, við stóðum vaktina allan sólarhringinn en þegar Lögreglan setti á lokun kl. 18, gátum við björgunarsveitarfólkið farið heim um miðnætti. Þó svo að svæðinu væri lokað kl. 18 var ennþá mjög mikið af fólki við gosstöðvarnar, lokunin þýddi einfaldlega að fólk mátti ekki leggja í hann að svæðinu eftir kl. 18. Oft var mjög margt af fólki þegar við yfirgáfum svæðið en við vorum ekki í að reka fólk til baka, maður verður að sýna ákveðinn skilning ef fólk var kannski búið að labba í nokkrar klukkustundir og vera rekin strax til baka, þá fær bara leiðindi á móti. Það verður að sýna ákveðna samkennd og ég myndi segja að þetta hafi yfir höfuð gengið vel, það voru mjög fá dæmi um einhver leiðindi, allir þakklátir fyrir þetta starf sem við sinnum í sjálfboðavinnu. Ef ég á að minnast á eitthvað eftirminnilegt frá þessum tíma, mun ég alltaf muna eftir einum sem var mættur í nokkurs konar geimbúningi, var með trönur og striga og var að mála sjálfsmynd, sem hann ætlaði að nota í umsókn sinni til að komast út í geiminn. Oft hef ég verið hissa en aldrei eins og þarna!“

Þó svo að gosinu sé lokið eða það sé pása, eru verkefnin hjá Björgunarsveitarfólki næg. „Það var búin að vera mikil umferð að gömlu gosstöðvunum og sú umferð mun pottþétt halda áfram, það er fullt af fólki sem finnst merkilegt að sjá nýtt hraun. Reglubundnum vöktum mun ljúka um helgina en svo taka bara önnur verkefni við. Alveg eins og við fengum aðstoð frá öðrum björgunarsveitum við eldgosið, þurfa aðrar björgunarsveitir líka aðstoð og sveit frá okkur mun fara og dvelja í vikutíma í Landmannalaugum. Það er alltaf mikill straumur ferðamanna sem fer á hálendið og þar þurfa björgunarsveitir að vera til taks. Við sækjum um tíma en fáum svo úthlutað og að þessu sinni fengum sunnudaginn 21. ágúst og verðum í viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varðandi framhaldið þá vona ég að það líði nú lengri tími fram að næsta gosi. Þetta var mjög spennandi fyrst en núna í þriðja skiptið á jafnmörgum árum, er þetta nú að verða pínu þreytt,“ sagði Guðni að lokum.