Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Maður í æðiskasti grýtti bifreið fyrrverandi konu sinnar
Sunnudagur 5. júní 2005 kl. 14:08

Maður í æðiskasti grýtti bifreið fyrrverandi konu sinnar

Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu í gær um mann sem í æðiskasti hafði grýtt bifreið utan við hús fyrrverandi konu sinnar í Njarðvík.  Tjón varð á bifreiðinni eftir grjótið.

Í gærmorgun var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut, þar sem hann ók á 112 km hraða en hámarkshraði var 90 km.

Í hádeginu í gær var ökumaður bifreiðar stöðvaður í Sandgerði og er hann grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Í gærdag gerði Lögreglan í Keflavík húsleit í húsi í Njarðvík og var lagt hald á 4 e-pillur, nokkur grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi. Fjórir voru handteknir vegna málsins og er það í rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024