Maður hrapar til bana á Reykjanesi
Varnarliðsmaður hrapaði til bana í klettum á Reykjanesi í nótt. Tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni rétt eftir miðnætti. Þá hafði félagi mannsins hlaupið í hálfa klukkustund eftir hjálp en fyrir tilviljun var fólk í vitavarðarbústaðnum á Reykjanesi sem gat kallað til hjálp.Björgunarlið frá Brunavörnum Suðurnesja fór þegar af stað. Aksturinn út á Reykjanes tók um 20 mínútur og síðan þurftu menn að ganga um 20 mínútna leið að slysstaðnum sem var í rúmlega 20 metra háu bjargi.
Maðurinn var við þrjá aðra í klettaklifri og var nær kominn upp á bjargbrúnina þegar hann missti takið og féll aftur fyrir sig ofan í stórgrýtta fjöruna. Hann er talinn hafa látist samstundis. Maðurinn var ekki með neinar öryggislínur og bergið var blautt á þessum slóðum.
Björgunarsveitarfólk frá Björgunarsveitinni Suðurnes og Björgunarsveitinni Þorbirni var einnig kallað til. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu sjúkraflutningsmenn að komast niður í fjöruna skammt frá og undirbjuggu einnig að fara niður bjargið þar sem maðurinn féll. Það voru hins vegar björgunarmenn úr Grindavík sem komu hinum látna í slöngubát sem flutti líkið til Grindavíkur.
Hinn látni var Varnarliðsmaður á Keflavíkurflugvelli.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Maðurinn var við þrjá aðra í klettaklifri og var nær kominn upp á bjargbrúnina þegar hann missti takið og féll aftur fyrir sig ofan í stórgrýtta fjöruna. Hann er talinn hafa látist samstundis. Maðurinn var ekki með neinar öryggislínur og bergið var blautt á þessum slóðum.
Björgunarsveitarfólk frá Björgunarsveitinni Suðurnes og Björgunarsveitinni Þorbirni var einnig kallað til. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu sjúkraflutningsmenn að komast niður í fjöruna skammt frá og undirbjuggu einnig að fara niður bjargið þar sem maðurinn féll. Það voru hins vegar björgunarmenn úr Grindavík sem komu hinum látna í slöngubát sem flutti líkið til Grindavíkur.
Hinn látni var Varnarliðsmaður á Keflavíkurflugvelli.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson