Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Maður ferst í bruna í Grindavík
Sunnudagur 29. október 2006 kl. 11:57

Maður ferst í bruna í Grindavík

Á áttunda tímanum í morgun var tilkynnt um lausan eld í raðhúsi við Heiðarhraun í Grindavík.  Slökkvilið Grindavíkur og lögregla fór á staðinn.  Mikill eldur var í húsinu er viðbragðsaðilar komu að.  Tvær 15 ára stúlkur, sem höfðu verið í húsinu, voru komnar út af sjálfsdáðum.

Einn maður var enn í húsinu og fundu reykkafarar hann skömmu síðar. Um er að ræða karlmann á fertugsaldri og var hann meðvitunarlaus er hann fannst. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn við komu á slysadeild í Reykjavík.

 

Auk slökkviliðs og sjúkraliðs úr Grindavík var sjúkrabíll sendur á staðinn frá Brunavörnum Suðurnesja.

Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu.

Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan í Keflavík vinnur að rannsókn málsins með aðstoð tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024