Maður féll úr stiga og slasaðist
Maður féll úr stiga og slasaðist í húsnæði við Iðjustíg í Njarðvík í gær. Sjúkrabíll flutti manninn á sjúkrahús en hann reyndist ekki alvarlega slasaður.Sjúkrabílarnir í Reykjanesbæ fóru í 20 sjúkraflutninga í síðustu viku. Aðallega var verið að flytja veikt fólk á sjúkrahús, en einnig voru nokkrir flutningar vegna slysa.