Maður á fjórhjóli klessti á lögreglubíl í flóttatilraun
Maður á fjórhjóli reyndi að flýja undan lögreglu við Sandgerði í gær. Á flóttanum lenti hann í árekstri við lögreglubifreið og kastaðist af fjórhjólinu. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en reyndist lítið meiddur.
Um klukkan tíu í gærkvöldi urðu lögreglumenn á eftirliti í Sandgerði varir við fjórhjól sem ekið var þar ljóslaust og númerslaust. Var ökumanni fjórhjólsins gefið merki um að stöðva en hann sinnti því ekki og reyndi að komast undan.
Var hjólinu ekið óvarlega um götur Sandgerðis og sinnti ökumaður þess ekki umferðarmerkjum.
Barst eftirförin inn á lóð við Íþróttahús Sandgerðis. Var lögreglubifreiðinni ekið þar framúr hjólinu og stöðvuð. Ökumaður hjólsins reyndi að aka framhjá lögreglubifreiðinni en hjólið rakst utan í lögrelgubifreiðina og kastaðist ökumaður af hjólinu.
Ökumaður hjólsins skrámaðist á handlegg og var fluttur á HSS til skoðunar. Fékk hann að fara heim að lokinni skoðun.
Engar skemmdir urðu á lögreglubifreiðinni og minniháttar á fjórhjólinu.
Efri myndin: Fjórhjólið komið upp á dráttarbifreið eftir atvikið í gær.
Neðri mynd: Lögreglubifreiðin fer af vettvangi í kjölfar dráttarbílsins.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi
Um klukkan tíu í gærkvöldi urðu lögreglumenn á eftirliti í Sandgerði varir við fjórhjól sem ekið var þar ljóslaust og númerslaust. Var ökumanni fjórhjólsins gefið merki um að stöðva en hann sinnti því ekki og reyndi að komast undan.
Var hjólinu ekið óvarlega um götur Sandgerðis og sinnti ökumaður þess ekki umferðarmerkjum.
Barst eftirförin inn á lóð við Íþróttahús Sandgerðis. Var lögreglubifreiðinni ekið þar framúr hjólinu og stöðvuð. Ökumaður hjólsins reyndi að aka framhjá lögreglubifreiðinni en hjólið rakst utan í lögrelgubifreiðina og kastaðist ökumaður af hjólinu.
Ökumaður hjólsins skrámaðist á handlegg og var fluttur á HSS til skoðunar. Fékk hann að fara heim að lokinni skoðun.
Engar skemmdir urðu á lögreglubifreiðinni og minniháttar á fjórhjólinu.
Efri myndin: Fjórhjólið komið upp á dráttarbifreið eftir atvikið í gær.
Neðri mynd: Lögreglubifreiðin fer af vettvangi í kjölfar dráttarbílsins.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi