Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýst yfir neyðarástandi í Varnarliðsþyrlu
Föstudagur 12. mars 2004 kl. 15:07

Lýst yfir neyðarástandi í Varnarliðsþyrlu

Flugstjóri þyrlu frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli lýsti yfir neyðarástandi vegna vélartruflana, þegar þyrlan var stödd um 25 sjómílur suð-austur af Keflavík kl. 13:33 í dag. Þyrlan lenti tólf mínútum síðar, eða kl. 13:45, á Keflavíkurflugvelli án þess að nokkuð kæmi fyrir. Átta manns voru um borð. Þyrlan var á leið á Meðallandsfjörur til að aðstoða þar við björgun fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar af strandstað.

Önnur þyrla frá varnarliðinu mun því fara til björgunarstarfanna í Skarðsfjöru og er áætlað að hún verði komin þangað um klukkan hálf fjögur. TF-SIF, minni þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin á fjörurnar og er hún nú að undirbúa að flytja skipverja út í Baldvin Þorsteinsson til að festa taug í skipið og undirbúa að reyna að draga það af strandstað, hugsanlega í flóðinu í kvöld, en frá þessu er greint á mbl.is.

VF-ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024