Lýst eftir vitnum í Garði
Í gærmorgun var tilkynnt að búið væri að vinna skemmdir á hjólbörðum á vöruflutningabifreið á Iðngörðum í Garði. Lögregla fór á staðinn og kom í ljós að búið var að setja mörg göt á þrjá hjólbarða undir bifreiðinni. Allt bendir til þess að borað hafi verið í gegnum dekkin. Talið er að skemmdarverkið hafi verið unnið í gærdag.
Þeir sem geta gefið lögreglunni upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 420-2400.
Myndin er úr safni og tengist málinu ekki