Lýst eftir vitnum að innbroti
Í gærdag var tilkynnt um innbrot á heimili í Keflavík á móts við Hólmgarð. Þaðan hafði verið stolið fjórum GSM símum að gerðinni Nokia, stafrænni myndavél að gerðinni HP, tölvu að gerðinni Sony, HP fartölvu, borðklukku með loftvog, 24 leikjum og stand fyrir farsíma.
Verknaðurinn var framinn í gærmorgun á tímabilinu kl. 09:00 til 12:00 er heimilisfólkið kom heim. Vitni hafi samband við lögregluna í Keflavík íi síma 420 2400.